09:01
{mosimage}
(María Ben Erlingsdóttir)
María Ben Erlingsdóttir og félagar í bandaríska háskólaliðinu UTPA biðu afhroð í nótt þegar liðið mætti Baylor skólanum á útivelli. Lokatölur leiksins voru 73-27 Baylor í vil. María var í byrjunarliðinu og gerði 4 stig í leiknum.
María lék í samtals 18 mínútur í nótt, gerði 4 stig og tók 5 fráköst. UTPA hitti aðeins úr 2 af 15 þriggja stiga skotum sínum og voru með 21 tapaðan bolta.
Næsti leikur UTPA er annað kvöld þegar liðið mætir Texas Southern í Houston. Þá leikur UTPA aftur 20. desember og svo er jólafrí til 28. desember.



