spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Síðasta umferð fyrir jól hjá körlunum hefst í kvöld

Leikir dagsins: Síðasta umferð fyrir jól hjá körlunum hefst í kvöld

09:14
{mosimage}

(Með sigri í kvöld geta Shouse og félagar jafnað FSu að stigum)

Síðasta umferðin fyrir jól í Iceland Express deild karla hefst í kvöld með þremur leikjum sem allir byrja kl. 19:15. Í Garðabæ tekur Stjarnan á móti FSu en eins og greint var frá í gær mun Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson taka við stjórnartaumunum í Garðabæ eftir leik kvöldsins. Njarðvík fær svo Snæfell í heimsókn í Ljónagryfjuna og Þór Akureyri tekur á móti sjóðheitum KR-ingum sem gætu unnið sinn 11. deildarsigur í röð í kvöld.

Þá er einn leikur í 1. deild karla í kvöld sem er jafnframt sá síðasti í deildinni fyrir jól. Ármann tekur þá á móti nýliðum Flúðamanna í Laugardalshöll kl. 19:15.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -