spot_img
HomeFréttirYngvi: Fór að treysta fleiri leikmönnum betur

Yngvi: Fór að treysta fleiri leikmönnum betur

13:36
{mosimage}

(Yngvi)

Haukar verða einir á toppnum í Iceland Express deild kvenna yfir jólin eftir stórsigur á KR í gærkvöldi. Karfan.is náði tali af Yngva Gunnlaugssyni þjálfara Hauka þar sem hann var staddur á Reykjanesbraut að skutla leikstjórnandanum sínum, Slavicu Dimovsku, út á flugvöll en hún heldur til síns heima í stutt jólafrí.

,,Já, fyrsta jólagjöfin er komin,“ sagði Yngvi kátur í bragði um stöðu Hauka í jólafríinu. ,,Þetta var 37 stiga sveifla hjá okkur í gær gegn KR eftir að hafa lent undir en við vissum að KR hefur verið í sárum og að þær væru brothættar svo á endanum náðum við að snúa leiknum vel í okkar hag,“ sagði Yngvi og viðurkenndi að spennandi væri að sjá hvernig deildin myndi skiptast upp.

,,Við, Hamar og Keflavík höfum vart stigið feilspor undanfarið og ég tel að þessi þrjú lið verði í A hlutanum en fróðlegt verður að sjá hvert fjórða liðið verður og það lið á eftir að lenda í mikilli baráttu í A hlutanum,“ sagði Yngvi en eftir nokkun hægagang í upphafi leiktíðar hafa Haukar náð mikilli siglingu og að bikarleikjum meðtöldum hefur Hafnarfjarðarliðið unnið 10 leiki í röð.

,,Það sem gerðist að stórum hluta til var að ég fór að treysta betur mínum leikmönnum sem koma af bekknum og þær hafa allar verið að standa sig gríðarlega vel. Margir leikmenn í liðinu hafa kannski ekki verið hátt skrifaðir í boltanum en eiga engu að síður jafn mikinn þátt í þessari velgengni og aðrir í liðinu,“ sagði Yngvi, á toppnum yfir jólin!

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -