09:56
{mosimage}
(Brandon Roy lék á als oddi í nótt)
Tveir leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og var Brandon Roy leikmaður Portland Trailblazers klárlega maður næturinnar er hann gerði 52 stig í 124-119 sigri Blazers gegn Phoenix Suns. Leikurinn fór fram í Rose Garden í Portland og voru þessi 52 stig persónulegt stigamet hjá Roy sem einnig var með 6 stoðsendingar og 5 fráköst.
Amare Stoudemire var ekki fjarri þrennunni í liði Phoenix með 23 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar. 52ja stiga leikur Brandons Roy í nótt var aðeins í fimmta sinn í 38 ára sögu Portlands sem leikmaður kemst yfir 50 stiga múrinn.
Orlando Magic vann svo góðan 90-78 heimasigur á San Antonio Spurs. Jameer Nelson gerði 24 stig og gaf 7 stoðsendingar í liði Orlando og troðsluvélin Dwight Howard klikkaði ekki á tvennunni með 14 stig og 13 fráköst. Hjá Spurs var Tim Duncan með 19 stig og 9 fráköst.



