spot_img
HomeFréttirBrynjar Þór: Leikurinn mun harðari en heima

Brynjar Þór: Leikurinn mun harðari en heima

16:05
{mosimage}

(Lið Francis Marions skólans)

Fyrir yfirstandandi leiktíð í Iceland Express deildinni hélt KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson á vit ævintýranna í Bandaríkjunum þar sem hann er nú við nám í viðskiptafræði og leikur með körfuboltaliði skólans, Francis Marion. Brynjar Þór hefur verið að berja sér leið inn í byrjunarlið Francis Marion og vonast til að ná þar fastasæti á næstunni en nú yfir jóli verður hann fjarri fjölskyldu og vinum þar sem lið hans heldur til Hollands á sterkt mót. Karfan.is náði tali af Brynjari sem fór til Hollands í dag með félögum sínum í Francis Marion en þeir eru ósigraðir í sínum riðli í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Þið eruð ósigraðir um þessar mundir og á leið til Hollands. Verður þú bara á einhverju hóteli yfir hátíðarnar fjarri fjölskyldu og vinum? Hvernig leggst það í þig?
Við leggjum af stað á morgun (föstudag) til Amsterdam og tökum þar þátt í Amsterdam Haarlem basketball week. Mótið stendur frá 21.desember til 30.desember og spilum við þar á sjálfan aðfangadag. Þetta verður skemmtileg upplifun en auðvitað verður erfitt að vera frá fjölskyldu og vinum yfir sjálf jólin en maður verður bara að harka það af sér. Þetta verður ansi spennandi ferð og krefjandi fyrir okkur enda erum við að fara að mæta hörkuliðum og maður spilar aftur eftir Evrópureglunum sem maður þekkir betur inn á, leikhléunum fækkar sem ég er ansi ánægður með.

Hvernig kom þetta mót til, af hverju eruð þið að fara að keppa í Hollandi?
Þetta kom upp  í október þegar ég fór að spurja þjálfarann hvenær við fengjum að fara heim í jólafrí, þá tjáði hann mér að við værum hugsanlega að fara á mót í Amsterdam, síðan viku seinna var það staðfest að við værum að þangað um jólin. Flestir strákarnir í liðinu þurftu því að fara að sækja um vegabréf enda hafa flestir í liðinu ekki farið út fyrir USA og þar á meðal einn sem hafði ekki farið lengra en í tvo tíma frá sínum heimabæ, sem segir margt um hvað þeir eru duglegir að ferðast. Við þurfum ekkert að borga og allt uppihald er innfalið enda er engin kreppa hjá mótshöldurunum, greinilegt að þeir hafa ekki fjárfest í Icesave. Fyrsti leikur er svo 21.desember á móti EclipseJet.

Þér hefur ekki tekist að verða fastamaður í liðinu en sérðu fram á að þú getir brátt brotið þér leið inn í byrjunarliðið?
Auðvitað vonast ég eftir því að komast í byrjunarliðið en það er enginn heimsendir á að byrja ekki en ég vonast svo sannarlega eftir því að fá að spila meira. Skiptingar hans eru eitthvað sem ég þarf að venjast því hann hikar ekki við að setja menn inn á og taka þá útaf eftir 30 sekúndur ef þeir gera eitthvað sem honum líkar ekki.

{mosimage}

Hvernig bolta eruð þið að spila, kanntu vel við þig í þeirri taktík og hvers er ætlast af þér innan liðsins?
Þetta er klárlega allt öðru vísi bolti en heima, leikurinn er mun harðari, 35 sekúndna skotklukka sem er ansi langt miðað við það sem maður er vanur þannig körfuboltinn er sannarlega allt öðruvísi. Þjálfarinn vill fyrst og fremst fá boltann inn í og spila síðan út frá því og er maður tekinn útaf ef boltinn fer ekki inn í við fyrsta tækifæri. Boltinn sem við spilum er kerfisbundinn og má helst ekki taka skot eftir 10 til 15 sekúndur því hann vill fá boltann inn í og segir að við getum fengið sömu skot eftir 30 sekúndur. Það tekur tíma að venjast  þjálfaranum en ég vona svo sannarlega þegar fer að koma að öllum leikjunum í Peach belt deildinni að ég stimpli mig betur inn en ég hef gert hingað til.

Hvaða nám valdir þú í skólanum?
Ég vonaðist eftir því að hefja nám við verkfræði en skólinn býður ekki upp á það svo ég valdi viðskiptafræði, það veitir víst ekki af þeim heima. 🙂

Ertu á fullum skólastyrk og hvernig líkar þér þá að vera student-athlete?
Ég fékk fullan skólastyrk en þó þarf ég reyndar að borga bækurnar sjálfur en annars er allt borgað fyrir mig. Það er fínt að vera íþróttamaður en það eru engin flottheit í kringum þennan skóla, ekki eins og maður sér í öðrum skólum.

Er þetta division 1 skóli?
Þetta er "division" 2 skóli og samkvæmt helstu spekúlerum er Peach Belt conference besti riðillinn í Bandaríkjunum.

Hvernig líst þér á KR um þessar mundir?
Mér líst gríðarlega vel á KR um þessar mundir og er ég stoltur af Darra "Fake a pass, make a shot" Hilmarssyni en hann er sannarlega búinn að springa út í vetur og er sannarlega besti sjötti maður deildarinnar. KR tekur titilinn en ég held og vona að deildin eigi eftir að jafnast gríðarlega þegar helstu liðin fara að fá sér kana því það er ekkert gaman af því þegar flestir leikir enda með 20 til 30 stiga sigrum. KR eru svo sannarlega fyrirmynd annarra liða á Íslandi hvað varðar umgjörð og get ég staðfest það að umgjörð þeirra er langt um betri  en umgjörð Francis Marion University í kringum leiki og er maður stoltur af því að vera KR-ingur þegar maður sér alla þessa vinnu sem KR-ingar leggja í þetta.

[email protected]

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -