spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Bikarleikur í Eyjum

Leikir dagsins: Bikarleikur í Eyjum

06:30
{mosimage}

Á dögunum þurfti að fresta bikarviðureign ÍBV og Stjörnunnar í karlaflokki þar sem ekki var fært til Eyja og var ákveðið að leikurinn skyldi spilaður í dag. Hann fer fram kl. 13:00 í Vestmannaeyjum þar sem tvíburarnir Sigurjón og Guðjón Lárussynir mætast en þeir leika með sínu hvoru liðinu.

Það lið sem hefur sigur í dag mætir Valsmönnum í 8-liða úrslitum. Teitur Örlygsson þreytir frumraun sína sem aðalþjálfari Stjörnunnar en fyrr í þessari viku samdi hann við félagið og leysti þar Eyjólf Örn Jónsson og Jón Kr. Gíslason af hólmi sem voru tímabundið með liðið eftir að Bragi Magnússon fékk að taka poka sinn.

Tvíburarnir úr Garðabæ hafa látið vel til sín taka í íslenska boltanum en í sumar fluttist Sigurjón Lárusson til Vestmannaeyja og hóf að leika með ÍBV í 2. deild. Guðjón sat fastur við sinn keip með Stjörnunni og nú mætast þeir bræður í dag og verður frændsemin eflaust lítil á milli þeirra.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -