spot_img
HomeFréttirCedric Isom frá í 4-6 vikur

Cedric Isom frá í 4-6 vikur

20:32

{mosimage}

Körfuboltalið Þórs varð fyrir miklu áfalli í gær þegar í ljós kom að Cedric Isom er handabrotinn og verður frá æfingum og keppni í 4-6 vikur. Í leik gegn KR á föstudagskvöld fékk Cedric slæmt högg á hendina í 1. leikhluta og var sárþjáður fram í hálfleik. Í síðari hálfleik kom svo Cedric tvíefldur til leiks og virtist vera orðin góður af meiðslunum og kláraði leikinn með þvílíkum stæl. Þegar líða tók á kvöldið og aðfaranótt föstudagsins tók hendin á honum að bólgna mjög mikið svo að Cedric var sendur á sjúkrahús til skoðunar og kom þá á daginn að það er brotið bein í handabakinu á honum. 

Enn er ekki ljóst hversu alvarleg meiðslin eru en það kemur endanlega í ljós eftir um það bil viku hvort þörf sé á aðgerð þó það þyki ekki líkleg niðurstaða. Verði sú  raunin er erfitt að segja hvernær strákurinn verður leikfær og jafnvel hætta á að hann geti ekki leikið það sem eftir er tímabils.

Körfuboltalið Þórs hefur ekki enn náð að vera með sitt sterkasta lið það sem af er tímabili þar sem að Óðinn er enn ekki orðin góður af sínum meiðslum sem hafa verið að hrjá hann frá því í sumar. Þá hefur fyrirliðin sjálfur Hrafn Jóhannesson átt við meiðsli að stríða og hefur hann ekki, líkt og Óðinn, getað beitt sér að fullu. Óhætt er því að segja að þessi nýjustu tíðindi af Cedric séu ekki það sem klúbburinn þurfti á að halda.

Cedric sagði í stuttu spjalli við heimasíðuna að hann væri afar leiður yfir því hvernig komið væri fyrir sér klúbbsins vegna. Hann muni gera allt sem í sínu valdi standi til að koma grimmari til leiks en nokkru sinni á nýju ári, en Cedric hélt síðdegis á föstudag til síns heima þar sem hann mun dvelja í faðmi fjölskyldu sinnar yfir jólin. ,,Ég er samningsbundinn og ætla mér að koma brjálaður til leiks á nýju ári sé það mögulegt, hafið engar áhyggjur af því” sagði Cedric að lokum.

www.thorsport.is

Fréttir
- Auglýsing -