spot_img
HomeFréttirJólin mín: Björn Leósson

Jólin mín: Björn Leósson

23:26
{mosimage}

(Björn Leósson)

Fram að jólum og yfir hátíðarnar ætlar Karfan.is að birta stutta pistla um jólin hjá körfuknattleiksfólki sem mun gefa okkur mynd af hátíðunum sínum. Við ríðum á vaðið með Björn Leósson körfuknattleiksdómara og fyrrum mótastjóra KKÍ en hann kjamsar á hamborgarhrygg á aðfangadag og fer alltaf í messu.

Borðar þú skötu á Þorláksmessu?
Nei, yfirleitt ekki, en hefur þó komið fyrir. Bragðast betur en lyktin gefur til kynna.

Hvað verður í matinn á aðfangadag?
Hamborgarhryggur.

Ferð þú í messu á aðfangadag?

Já, alltaf.

Hvað langar þig í í jólagjöf?
Góða bók, helst spennusögu.

Áttu skemmtilega og snarpa jólasögu fyrir okkur?

„En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústus keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin og …“ (ekki hægt að toppa þessa jólasögu).

Hvað ætlar þú að gera yfir hátíðarnar?
Lesa bækur, horfa á góðar myndir, spila skemmtileg spil, borða góðan mat og fara út að hlaupa ef veður leyfir, annars fer ég í sund.

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn?

Hurðaskellir var í uppáhaldi í æsku, en nú er það Geðfeykir hinn grami, sem hreiðrað hefur um sig í Svörtuloftum og neitar að fara.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -