09:56
{mosimage}
(Helena Sverrisdóttir)
Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU töpuðu sínum öðrum leik í röð í bandarísku háskóladeildinni nótt þegar liðið mætti Texas A&M. Lokatölur leiksins voru 64-50 þar sem Helena gerði 7 stig fyrir TCU.
Helena var einnig með 7 fráköst, 5 stoðsendingar og 7 tapaða bolta á þeim 37 mínútum sem hún lék í leiknum. Þetta var síðasta viðureign TCU fyrir jól en liðið leikur sinn næsta leik þann 30. desember á heimavelli gegn SMU skólanum. Helena kemur til Íslands í örstutt jólafrí en mun fagna nýja árinu Vestanhafs.



