spot_img
HomeFréttirJólin mín: María Ben Erlingsdóttir

Jólin mín: María Ben Erlingsdóttir

11:32
{mosimage}

(María Ben Erlingsdóttir)

Landsliðsmiðherjinn María Ben Erlingsdóttir leikur með bandaríska háskólaliðinu UTPA og kemur heim yfir hátíðarnar, hún borðar ekki skötu en í kreppunni væri það nú vinsamlegt af Maríu að kynna þennan þjóðarrétt Íslendinga fyrir Kananum og koma á nýjum viðskiptasamningum.

Borðar þú skötu á Þorláksmessu?
Nei, lyktin er of sterk til að smakka á henni!

Hvað verður í matinn á aðfangadag?
Hamborgarahryggur að hætti mömmu.

Ferð þú í messu á aðfangadag?

Nei, en við hlustum á messuna í útvarpinu.

Hvað langar þig í jólagjöf?
Jólagjöfin í ár er að koma heim um jólin 🙂

Áttu skemmtilega og snarpa jólasögu fyrir okkur?
Þegar ég var yngri var ég alltaf búin að komast að því hvað ég fengi í jólagjöf því ég var alltaf að spurja alla í kringum mig um að gefa mér vísbendingar og svo var ég hristandi alla pakkana. 

Hvað ætlar þú að gera yfir hátíðarnar?
Njóta þess að vera heima með fjölskyldunni og hitta vinina.

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn?
Skyrgámur, því ég elska skyr! 🙂

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -