spot_img
HomeFréttirJólin mín: Anna María Sveinsdóttir

Jólin mín: Anna María Sveinsdóttir

12:00
{mosimage}

(Anna María)

Keflvíkingurinn Anna María Sveinsdóttir segir safndiskinn með Rúnna Júll vera efstan á óskalistanum þessi jól. Anna borðar skötu og leyfir lesendum Karfan.is að skyggnast lítið eitt inn í jólahaldið hjá sér.

Borðar þú skötu á Þorláksmessu?
Já ég borða skötu en bara á Þorláksmessu mér finnst það tilheyra.

Hvað verður í matinn á aðfangadag?
Það er alltaf hamborgarahryggur og heimatilbúinn toblerone ís á eftir.

Ferð þú í messu á aðfangadag?
Nei það geri ég ekki en ég kveiki á útvarpinu kl.18 og hlusta á messu þá  finnst mér jólin vera komin.

Hvað langar þig í jólagjöf?
Safndiskinn með Rúnna Júll það er efst á óskalistanum þessi jólin.

Áttu skemmtilega og snarpa jólasögu fyrir okkur?
Nei því miður, Halldóra er farin í sveitina í jólafrí þannig að ég get ekki fengið hjálp við það en kannski seinna 🙂

Hvað ætlar þú að gera yfir hátíðarnar?
Bara hafa það gott njóta þess að vera heima með fjölskyldunni.

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn?
Kertasníkir hann gefur mér alltaf í skóinn 😉

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -