spot_img
HomeFréttirJólin mín: Hannes Sigurbjörn Jónsson

Jólin mín: Hannes Sigurbjörn Jónsson

14:00
{mosimage}

(Hannes Sigurbjörn Jónsson)

Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ borðar skötu af mikilli lyst og biður um góða bók í jólagjöf.

Borðar þú skötu á Þorláksmessu?    
Já það er enginn Þorláksmessa án skötu -best er ef maður nær tveim skötuveislum á Þorlák.

Hvað verður í matinn á aðfangadag?
Það er hamborgarhryggurinn með öllu tilheyrandi hjá minni fjölskyldu

Ferð þú í messu á aðfangadag?

Nei, það hef ég ekki gert en mig hefur langað undanfarin ár að fara í messu á aðfangadag en ekki látið verða að því ennþá, spurning hvort það verði að því núna.

Hvað langar þig í í jólagjöf?
Það er í raun ekkert sérstakt þessi jólin sem mig langar í en góða bók er alltaf gaman að lesa, hún Bergþóra konan mín hefur alltaf verið dugleg að finna eitthvað óvænt handa mér og ég vona að hún haldi því áfram : )

Áttu skemmtilega og snarpa jólasögu fyrir okkur? 
Ég er alveg hryllilega slappur sögumaður og segi pass við þessari spurningu. 

Hvað ætlar þú að gera yfir hátíðarnar?
Ég ætla að njóta þess að slaka á með fjölskyldunni og gefa mér góðan tím í að spila og lesa – og að sjálfsfögðu að borða mikið af góðum mat. 

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn?
Þar sem ég sjálfur er nú ekki hár í loftinu þá Stúfur er í uppáhaldi hjá mér.

Mig langar svo að lokum að fá að óska öllu körfuknattleiksfólki gleðilegra jóla og  farsældar á nýju ári  sem og þakka fyrir enn eitt skekmmitlegt körfubolta ár sem nú er senn að baki.

Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ.

Fréttir
- Auglýsing -