20:53
{mosimage}
Hallgrímur Brynjólfsson fyrrum leikmaður Hamars og Þórs í Þorlákshöfn hefur nú skipt um lið í Danmörku. Hallgrímur sem flutti til Danmerkur síðastliðið sumar og hóf að leika með Odense í 1. deildinni hefur nú skipt til Skt. Klemens sem leikur í 2. deild.
Karfan.is heyrði í Hallgrími og spurði afhverju hann væri að yfirgefa Odense.
Ég ákvað að breyta um félag hérna í danmöru þar sem að ég fann það hjá þjálfara Odense að ég var ekki einn af hans lykilmönnum. Ég talaði við hann á miðju tímabili og spurði hvað ég gæti gert til að fá fleirri mínútur og fékk svo gott sem engin svör. Ég ákvað að þrauka þetta fram að jólum og ætlaði að taka ákvörðun eftir það. Það eina sem breyttist var að mínúturnar minnkuðu svo um munaði og var ég undir það síðasta kominn niður í 5 mínútur í leik.
Maður myndi alveg sætta sig við það ef liðið væri ósigrað í deildinni. En svo er ekki, liðið er næstneðst í deildinni og hefur einungis unnið 2 leiki á tímabilinu.
Hversvegna Skt. Klemens?
Ég talaði við Jesper Vinter-Thomsen þjálfara Skt. Klemens og leist vel á plönin hjá þeim í sambandi við veturinn. Þetta lið ætlar sér upp í 1. deild og ekkert annað.
Þetta verður bara fjör.
Skt. Klemens er sem stendur í fjórða sæti í 2. deildinni en í þeirri deild er einnig Horsens BC sem Halldór Karlsson og Sigurður Einarsson leika með. Það verður því barátta milli þeirra um að komast upp í 1. deildina næsta vetur.
Mynd: [email protected]



