01:59:46
Ricky Davis, leikmaður LA Clippers í NBA deildinni var í dag dæmdur í fimm leikja bann fyrir brot á lyfjareglum deildarinnar.
Davis, sem hefur lítið náð að beita sér á sínu fyrsta ári hjá Clippers, er meiddur og mun taka út bannið þegar hann verður leikfær.
Davis hefur farið víða á sínum ferli frá 1998 og leikið með Charlotte, Boston, Cleveland, Minnesota og Miami. Hann gat sér lengi orð fyrir að vera sjálfselskur leikmaður með eindæmum og lítill liðsmaður og hefur það ekki hjálpað honum við að halda starfi til langs tíma. Það er einnig nokkra fylgni að sjá í því að öll lið sem hann spilar með eiga það sammerkt að safna saman töpum eins og þau séu að spila nóló, hvort sem það sé hans sök eða ekki.
Í tilkynningu frá LA Clippers sagði Mike Dunleavy, þjálfari liðsins, að þeir hyggðust fylgja öllum starfsreglum deildarinnar í þessu máli, en vildu ekki tjá sig um atvikið að öðru leyti.
ÞJ



