spot_img
HomeFréttirBarkley í bobba

Barkley í bobba

13:17:18
 Gamla NBA-hetjan Charles Barkley var handtekinn í gærmorgun, grunaður um ölvun við akstur. Lögreglan í Phoenix stöðvaði Barkley eftir að hann hafði virt stöðvunarskyldu að vettugi og eftir að hann féll á prufu á vettvangi var hann fluttur á lögreglustöð þar sem tekin var blóðprufa.

Nánar hér að neðan… neðan…

Barkley, sem var samvinnuþýður að sögn lögreglu, var sleppt úr haldi en bíll hans var gerður upptækur.

Barkley hefur munað fífil sinn fegurri þar sem síðustu ár hefur hann skapað sér orðspor sem forfallinn spilafíkill. Hann hefur að vísu skapað sér nafn sem sjónvarpsmaður, en hefur átt það til að ýfa fjaðrir á þeim vettvangi og varð þess heiðurs aðnjótandi að LeBron James sagði honum að halda sér saman, eftir að „Sir“ Charles hafði tjáð sig opinskátt um væntanlega samningastöðu James.

Í tilkynningu frá Barkley sagðist hann vera vonsvikinn yfir því að hafa komið sér í þessa stöðu, lögreglanhafi staðið sig með mikilli prýði, en hann geti ekki tjáð sig frekar um málið vegna eðlis þess.

Heimild: Yahoo! Sports/AP

Mynd: Charles Barkley hefur áður lent upp á kant við lögin og var þessi mynd tekin við eitt slíkt tilefni.

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -