spot_img
HomeFréttirÍþróttamaður ársins 2008 valinn í kvöld

Íþróttamaður ársins 2008 valinn í kvöld

13:28
{mosimage}

(Jón Arnór Stefánsson)

Í kvöld kemur í ljós hver verður útnefndur íþróttamaður ársins 2008. Körfuknattleiksíþróttin á einn fulltrúa í valinu en það er landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson. Áður en kemur að valinu á íþróttamanni ársins verða íþróttamenn og konur sérsambanda og sérgreinanefnda ÍSÍ heiðraðir.

Frá KKÍ verða Helena Sverrisdóttir og Jón Arnór Stefánsson heiðruð. Hápunktur kvöldsins verður svo þegar Íþróttamaður ársins 2008 verður valinn, en það eru meðlimir í samtökum íþróttafréttamanna sem sjá um kosninguna ár hvert – www.sportpress.is

Alls eru 10 íþróttamenn tilnefndir og koma þeir nánast allir úr röðum hópíþrótta í þetta sinn.

Hér er listi yfir þá íþróttamenn sem koma til greina sem íþróttamaður ársins 2008:

Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður í KR
Alexander Petersson,  handknattleiksmaður í  Flensburg

Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður í Barcelona

Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður í Rhein Neckar Löwen

Hermann Hreiðarsson, knattspyrnumaður í Portsmouth

Katrín Jónsdóttir, knattspyrnukona í  Val

Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona í  Val

Ólafur Stefánsson, handknattleiksmaður í Ciudad Real

Snorri Steinn Guðjónsson, handknattleiksmaður í GOG

Þormóður Jónsson, júdómaður JR

Bein útsending verður á RÚV sem hefst klukkan 19:40.

Þá geta lesendur Karfan.is einnig tekið þátt í könnun í dag þar sem þeir geta skotið á hver verður valinn íþróttamaður ársins.

Mynd: Stefán Helgi Valsson
[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -