spot_img
HomeFréttirSveinbjörn Claessen Íþróttamaður ÍR 2008

Sveinbjörn Claessen Íþróttamaður ÍR 2008

16:00
{mosimage}

(Sveinbjörn Claessen)

Kjöri íþróttamanns og íþróttakonu ÍR 2008 var lýst þann 27. desember síðastliðinn þar sem  Sveinbjörn Claessen leikmaður ÍR í Iceland Express deild karla var valinn Íþróttamaður ÍR 2008. Við sama tilefni var Jóhanna Ingadóttir frjálsíþróttakona kjörin Íþróttakona ÍR 2008.

ÍR er um þessar mundir stærsta íþróttafélag landsins bæði í fjölda iðkenda og jafnframt í fjölda starfandi deilda. Í umsögn um Sveinbjörn kom m.a. eftirfarandi fram:

"Sveinbjörn er fæddur 1986 og hefur allan sinn feril leikið með ÍR, fyrir utan þann tíma sem hann lék með skólaliði í Bandaríkjunum. Sveinbjörn hóf að leika með meistaraflokki félagsins keppnistímabilið 2004-2005 og hefur tekið stórstígum framförum síðan þá. Sveinbjörn er kominn í hópi bestu körfuknattleiksmanna landsins og á sæti í A landsliði Íslands. Hann hóf ungur að iðka íþróttina hjá ÍR og sýndi fljótlega ýmsa eiginleika sem prýða afreksfólk í íþróttum. Gríðarlega kappsfullur við æfingar og var í fremstu röð leikmanna í sínum aldursflokki upp alla yngri flokkana. Óhætt er að fullyrða að enginn innan körfuknattleiksdeildar ÍR hefur lagt harðar að sér við æfingar undanfarin ár heldur en Sveinbjörn. Hann er sönn fyrirmynd innan sem utan vallar og gengur ávallt fram með góðu fordæmi. Sveinbjörn var lykilmaður í liði ÍR sem náði frábærum árangri á keppnistímabilinu 2007-2008, en þá komst ÍR í undanúrslit Íslandsmótins eftir að hafa slegið út ríkjandi Íslandsmeistaralið KR. Í undanúrslitum féll liðið úr leik eftir æsispennandi 5 leikja seríu þar sem verðandi Íslandsmeistarar Keflavíkur höfðu betur 3-2. Á lokahófi Körfuknattleikssamband Íslands að loknu keppnistímabilinu 2007-2008 varð Sveinbjörn þess heiðurs aðnjótandi að vera valinn í 5-manna úrvalslið mótsins. Sveinbjörn var jafnframt lykilmaður í að tryggja liðinu sínu Bikarmeistaratitilinn á afmælisári ÍR 2007."

Auk þess sem hér að ofan er reifað um feril Sveinbjörns þá hefur hann verið afar duglegur við uppbyggingu yngri flokka ÍR bæði sem þjálfari og eins við útbreiðslustarf.

Mynd: [email protected]
www.ir-karfa.is

Fréttir
- Auglýsing -