17:00
{mosimage}
Mike Brown, þjálfari Cleveland Cavaliers, og Byron Scott, þjálfari New Orleans, voru valdir þjálfarar desember mánaðar af NBA-deildinni.
Cleveland vann 12 leiki og tapaði aðeins 2 leikjum undir stjórn Brown í desember og sitja þeir sem stendur í 1.-2. sæti austurdeildarinnar ásamt Boston Celtics. Lesa nánar um gengi Cleveland í desember mánuði.
New Orleans vann 10 leiki en tapaði 3 í desember mánuði undir stjórn Byron Scotts. Unnu þeir meðal annars lið eins og Houston, Phoenix og San Antonio en þetta eru allt keppninautar þeirra í vesturdeildinni. Lesa nánar um gengi New Orleans í desember mánuði .
Fyrri verðlaunahafar.
Nóvember:
Austrið – Doc Rivers Boston Celtics
Vestrið – Phil Jackson L.A. Lakers
Mynd: AP



