spot_img
HomeFréttirEnginn kani til Grindavíkur

Enginn kani til Grindavíkur


Friðrik í baráttu með B-liði Grindvíkinga fyrr í vetur
Grindvíkingar ætla ekki að styrkja sig með Bandaríkjamanni þrátt fyrir að liðið eigi í harðri baráttu við topplið KR sem hefur haft Bandaríkjamann innan sinna raða í allan vetur. Þetta sagði Friðrik Ragnarsson í samtali við Vísir.is

„Ég á bara von á því að við klárum þetta eins og við erum," segir Friðrik Ragnarsson, þjálfari liðsins. „Eins og staðan er núna þá er ekkert í gangi hjá okkur en ég ætla ekki að sverja fyrir það að við gerum það ekki," segir Friðrik sem býst ekki við að erlendum leikmönnum fjölgi í deildinni.

„Ég hef ekki heyrt af nokkru liði sem ætlar að taka til sín útlending og hef lúmskan grun um að þetta klárist bara svona hjá þessum liðum," sagði Friðrik sem hefur stýrt Grindavíkurliðinu til sigurs í 10 af 11 deildarleikjum tímabilsins og eina tapið var tveggja stiga tap á móti KR á útivelli.

Frétt: Vísir.is

Fréttir
- Auglýsing -