19:54
{mosimage}
Sigurður Þorvaldsson
Eins og lesendur karfan.is hafa eflaust tekið eftir þá hafa verði birtar myndir af hinum ýmsu firmamótum og æfingaleikjum sem farið hafa fram nú um hátíðirnar, en tíminn milli jóla og áramóta er einmitt oft nýttur í slíkt. Við höfum séð myndir frá Sauðárkróki og Vík en þetta er ekki allt.
Á Akureyri tók núverandi lið Þórs á móti fyrrverandi leikmönnum liðsins og var hart barist, Rúnar Haukur Ingimarsson var með myndavélina og má sjá afraksturinn hér.
{mosimage}
Fyrrverandi leikmenn Þórs
{mosimage}
Konráð Óskarsson
Í Stykkishólmi var firmamót en einnig mætti Stjörnulið Rikka Hrafnkels núverandi liði Snæfells, Íris Huld Sigurbjörnsdóttir var með myndavélina þar og má fá smá smjörþef af því sem var í gangi þar hérna að neðan. Þeir sem vilja sjá meira verða að setja sig í samband við Írisi á Facebook þar sem fjöldi mynda er.
{mosimage}
Hlynur Bæringsson og Högni Högnason berjast
{mosimage}
Hreinn Þorkelsson var í baráttunni
{mosimage}
Spurning hvort Hlynur er í körfubolta eða fótbolta
Þá héldu Valsmenn firmakeppni sína og má finna myndar af því hér en þar má sjá mörg gömul og kunnugleg andlit.
Myndir: Rúnar Haukur Ingimarsson og Íris Huld Sigurbjörnsdóttir



