spot_img
HomeFréttirBayo Arigbon til Hattar

Bayo Arigbon til Hattar

9:22

{mosimage}

Lið Hattar á Egilsstöðum sem er í botnbaráttunni í 1. deild karla hefur samið við bandaríska leikmanninn Bayo Arigbon. Kappinn kom til landsins í gær og mætti á sína fyrstu æfingu fyrir austan í gær.

Arigbon er 22 ára framherji, 196 cm hár og lék síðast með Al Arabi í Qatar og þar áður með San Diego Christian College.

Kappinn sagði í samtali við karfan.is að hann væri spenntur fyrir verkefninu, hann væri kominn til að vinna. Þá sagði hann að valið hefði staðið á milli Hattar og liðs í 2. deild í Tyrklandi.

[email protected]

Mynd: Bayo Arigbon

Fréttir
- Auglýsing -