11:19
{mosimage}
(Tinna Sigmundsdóttir)
Valskonur í Iceland Express deildinni verða án Tinnu B. Sigmundsdóttur eftir 20. janúar þar sem hún er á leið til Danmerkur til starfa. Þetta er gríðarleg blóðtaka fyrir Valskonur sem eru um þessar mundir í 4. sæti deildarinnar með 12 stig og eiga í harðri baráttu við KR og Grindavík um þetta síðasta sæti inn í A hlutann áður en deildinni verður skipt upp.
,,Við skötuhjúin erum hjá fyrirtækjum sem eru bæði með skrifstofur í Kaupmannahöfn og erum að flytja okkur um set innan okkar fyrirtækja,“ sagði Tinna í samtali við Karfan.is. Ég held að ég einibeit mér að því að verða færari í mínu fagi í nýju landi á vormánuðum en maður veit ekki hvað haustið ber í skauti sér,“ svaraði Tinna aðspurð um hvort hún ætlaði að spila einhvern körfubolta í Danveldi.
Tinna gerði 7,5 stig að meðaltali í leik í 11 deildarleikjum með Val, var með 3,9 fráköst, 3,63 stoðsendingar og 2,27 stolna bolta. Tinna nær því næstu tveimur leikjum með Val, gegn Hamri og KR en missir af síðasta deildarleiknum í venjulegri deildarkeppni þegar Valur mætir Keflavík í Vodafonehöllinni þann 21. janúar.



