spot_img
HomeFréttirSlagsmálin byrja á ný í kvöld

Slagsmálin byrja á ný í kvöld


Petrúnella Skúladóttir og stöllur í Grindavík taka á móti Keflavík í kvöld
Boltinn byrjar að rúlla á ný eftir Jóla/áramótafrí  í körfunni. 3 leikir eru á dagskrá í úrvalsdeild kvenna. Stórleikur umferðarinnar verður án efa leikur Grindavíkur og Keflavíkur sem fram fer í Grindvík, en þar eiga gestirnir harma að hefna þar sem þær gulklæddu hirtu síðasta sigur milli liðanna í Toyota Höllinni. KR stúlkur taka á móti Snæfell þar sem að Kara Sturludóttir leikur sinn fyrsta leik fyrir KR og svo eru það Valsstúlkur og Hamar sem mætast í Vodafone Höllinni. Allir leikir kvöldsins hefjast kl  19:15

Fréttir
- Auglýsing -