13:32
{mosimage}
Michael Curry, þjálfari Detroit Pistons í NBA-deildinni, telur að leikur framherjans síns Tayshaun Prince eigi stóran þátt í velgengni liðsins að undanförnu en það hefur unnið sjö leiki í röð.
,,Tayshaun hefur verið okkar besti leikmaður að undanförnu,” sagði Curry um leikmanninn. ,,Að spila svona vel eins og hann er að gera væri ekki hægt nema að hann hafi útvíkkað sinn leik.”
Detroit hefur unnið sjö leiki í röð og þar hefur Prince farið á kostum og hefur þjálfari hans gengið svo langt að segja að framherjinn eigi skilið að vera valinn í Stjörnuleikinn nú í febrúar. ,,Hann á allavega skilið að vera í umræðunni um sæti.”
Detroit mætir Portland í kvöld og getur þar með unnið sinn áttunda leik í röð en sem stendur eru Detroitmenn í 5. sæti austurdeildarinnar með 21 sigurleik og 11 tapleiki.
Mynd: AP



