23:51
{mosimage}
(Hildur Sigurðardóttir var með 15 stig og 12 fráköst í kvöld)
Fyrsti leikur ársins hjá stúlkunum og Snæfellsstúlkur komnar með nýjann erlendan leikmann í sínar raðir en það er bandarísk stúlka að nafni Kristen Green og er 26 ára bakvörður. Einnig var þetta fyrsti leikur Margrétar Köru Sturludóttir fyrir KR. Dómarar voru Jón Guðmundsson og Karl Friðriksson.
KR stúlkur byrjuðu af meiri krafti og fór Margrét Kara með krafti inn í leikinn. Snæfellsstúlkur voru kaldar til að byrja með og virkuðu eilítið stressaðar fyrst um sinn. Það var einungis fyrst um sinn því eftir miðjann fyrsta hluta fóru hjólin að snúast með Snæfelli og fóru þær allar í gang spiluðu fína vörn og stuðuðu KR með því að komst í 9-16 eftir að hafa verið undir 7-6. Kristen Green kom þeim á bragðið með þrist og svo stolnum með 2 stigum að auki og eftir það stjórnaði Snæfell hraðanum og hafa greinilega fengið góðann "team player" í Kristen Green sem og Berglind Gunnars var heit. KR áttu erfitt seinni part hlutans og hittu illa en voru að fá ágætis skot. Snæfell leiddi 10-15 eftir hlutann og voru búnar að hrista af sér mesta skjálftann.
KR skoraði ekki stig fyrstu 4 mín annars leikhluta og áttu æði erftitt varnarlega oft og tíðum. Snæfell komst í stöðuna 10-21 og héldu KR á hælunum. En reynslumikið lið KR-stúlkna létu ekki bugast og áttu alveg glimrandi leik undir lokin og komu aldeilis til baka og tóku 13-0 kafla þar sem megaþristur hjá Margréti Köru kom þeim nær og staðan varð 21-21 eftir að hafa elt 11 stigum undir fram að því. Þær gengu svo áfram á lagið og leiddu í leikhlé 29-24 og unnu þær leikhlutann 19-9.
Margrét Kara var að fara fyrir sínu liði með 10 stig og 4 fráköst. Hildur Sigurðar var spræk með 6 stig, 6 fráköst og 3 stoð. Sigrún Ámundar var komin með 7 stig og Guðrún Gróa 7 fráköst. Mikil stemming undir lok fyrri hálfleiks hjá þeim stöllum og voru þessar fremstar í KR. Hjá Snæfelli var Berglind Gunnars sprækust með 12 stig og Kristen Green með 6 stig. Sara Sædal hafði tekið 3 fráköst og voru þær ásamt Gunnhildi Gunnars að gera mest fyrir Snæfell.
Snæfellsstúlkur höfðu ekki erindi sem erfiði eftir að KR kom til baka fyrir leikhlé og skoraði KR fyrstu 6 stigin örugglega. KR átti allt annn leik og voru komnar á bragðið og líkaði að leiða með 10 stigum í gegnum þriðja hlutann þar sem Hildur stjórnaði liðinu af festu og ef hún er eitthvað lík bróður sínum þá er það öryggið sem gildir. Sigrún Ámundar var að koma vel inn í leikinn einnig og var vörnin að smella betur hjá KR þó skor hlutans hafi verið í lægra lagi en hann fór 10-6 fyrir KR sem leiddi eftir 3. hluta 39-30.
KR bætti bara í 4. hluta og lítið sem gat komið í veg fyrir sigur. Þær skoruðu svo 16 á móti 5 stigum Snæfells þegar þær settu í 20 stiga forystuna 55-35. Með Margréti Köru, Hildi og Sigrúnu í fararbroddi. Gunnhildur Gunnars fékk sína 5 villu þegar 2:30 voru eftir og hafði fengið allar fimm í 4.hluta. Lítið markvert var að gerast undir lokin sem kom í veg fyrir 22 stiga sigur KR-stúlkna sem bitu í sig reynsluna og eftir slakann fyrsta hluta og hálfann annann komu til baka og kláruðu leikinn hægt og sígandi 66-44.
Hjá KR var Margrét Kara að koma vel inn í sinn fyrsta leik fyrir vesturbæjarstórveldið og ekki við öðru að búast af henni en baráttu. Hún setti 19 stig og tók 7 fráköst. Hildur stjórnaði af öryggi að vanda og setti niður 15 stig og var gríðalega öflug með 12 fráköst eða 1 fleira en Snæfellsliðið. Sigrún Ámundardóttir var að vonum atkvæðamikil fyrir sitt lið og setti 17 stig. Hjá Snæfelli var gríðarstemming fyrst um sinn en seig hægt er leið á en þær komu stórliði KR úr jafnvægi með skemmtilegri baráttu um stund. Berglind Gunnarsdóttir var stigahæst með 14 stig. Kristen Green á eftir að finna taktinn með nýjum liðmönnum en var engu að síður óhrædd og setti 10 stig. Sara Sædal setti 9 stig og reif niður 4 fráköst. Gunnhildur Gunnars setti svo 5 stig.
Símon B. Hjaltalín



