00:13
{mosimage}
(Keflavík hafði betur í Suðurnesjarimmunni)
Bikarmeistarar Grindavíkur tóku á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur í Röstinni í Grindavík í kvöld þar sem gestirnir fóru með góðan 66-82 sigur af hólmi. Þar með náðu Keflvíkingar að kvitta fyrir deildartapið gegn Grindavík í fyrri viðureign liðanna sem gular unnu í Toyotahöllinni. Birna Valgarðsdóttir hélt uppteknum hætti og skoraði 29 stig stig fyrir Keflavík en hún var einnig með 5 fráköst og 3 stoðsendingar.
Hjá Grindavík voru þrír leikmenn jafnir og stigahæstir með 13 stig en það voru þær Íris Sverrisdóttir, Helga Hallgrímsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir. Keflavík lagði grunninn að sigri sínum í leiknum með góðum þriðja leikhluta sem þær unnu 10-25.
Keflavík er nú komið upp í 2. sæti deildarinnar með 18 stig eins og Hamar en hefur betur í innbyrðisviðureignum, Hamar tapaði svo naumlega gegn Val í Vodafonehöllinni í kvöld.
Meðfylgjandi myndir tók Þorsteinn G. Kristjánsson í Röstinni í kvöld – www.saltytour.com
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



