spot_img
HomeFréttirHelena: Höfum undirbúið okkur vel fyrir leikinn í kvöld

Helena: Höfum undirbúið okkur vel fyrir leikinn í kvöld

00:22
{mosimage}

(Helena Sverrisdóttir)

Nú í nótt hefst keppni á nýju ári hjá Helenu Sverrisdóttur og félögum í bandaríska háskólaliðinu TCU. Helena og félagar mæta Colorado State á útivelli og sagði Helena í samtali við Karfan.is að hún og liðsfélagar sínir væru orðnar nokkuð spenntar fyrir þessum leik enda hafa stífar æfingar verið undanfarið eftir tapið þann 30. desember síðastliðinn.

Fyrsti leikurinn á nýju ári hjá TCU er í nótt gegn Colorado State. Hvernig leggst þetta verkefni í þig og við hverjum megið þið búast á þessum útivelli?
Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Eftir tap fyrir SMU höfum við átt langa 8 daga, fulla af æfingum og við erum bara mjög spenntar að fá loksins að spila. Colorado State eru með fínt lið, góða skotmenn og sterka leikmenn inní. Við höfum undirbúið okkur vel, breytt ýmsum hlutum, en bara mjög spennandi að byrja conference enda er stefnan sett á titil.

Þú komst heim í stutt jólastopp og varst komin aftur út fyrir leikinn 30. desember. Hvernig hefur gengi liðsins verið, komið þið í fínu formi undan hátíðunum?

Já, við reyndar töpuðum leiknum þann 30, sem var mjög svekkjandi eftir að hafa spilað mjög vel í restina og komið tilbaka eftir að hafa lent undir. Við erum búnar að æfa á fullu, og ég held við gætum ekki verið tilbúnari fyrir conference.

Enn eina ferðina varst þú í 11. sæti í kjörinu á íþróttamaður ársins, finnst þér þú þurfa hreinlega að komast í WNBA deildina áður en íþróttaforkólfar landsins skilja og meta afrek þín að verðleikum?
Það var svo margt stórt og frábært sem gerðist á síðasta ári að það er erfitt að kvarta eitthvað yfir þessu. Ég pæli nú aldrei mikið í þessu, auðvitað alltaf gaman að fá viðurkenningar, og það ýtir manni bara til að bæta sig ennþá meira. Ég veit lítið hvað framtíðin ber með sér, það sem ég er að hugsa um núna, er að koma inn hvern einasta dag og læra eitthvað nýtt, og halda áfram að bæta mig.

Hvernig leggst seinni hluti mótsins í þig? Hafið þið í liðinu sett ykkur einhver ákveðin markmið sem gefa má upp?
Markmiðið er að vinna regular season(deildarmeistaratitill) og svo Tourney( úrslitakeppnina). Síðan færum við að seta niður markmið um NCAA keppnina, sem við ætlum okkur að komast í.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -