09:30:03
Meistarar Boston Celtics hafa svo sannarlega misst glansinn sem var á þeim allt fram að jólum, en í nótt töpuðu þeir enn einum leiknum, nú gegn Houston, og hafa því tapað sex af síðustu átta leikjum. Á meðan unnu LA Lakers góðan sigur á Golden State Warriors þar sem Pau Gasol fór hamförum með 33 stig og 18 fráköst, Cleveland kom sér betur fyrir á toppi austurdeildar með sigri á Charlotte, Denver lét fjarveru Carmelo Anthonys ekki á sig fá og vann Miami og loks stöðvaði Portland sjö leikja sigurgöngu Detroit Pistons.
Úrslit næturinnar má finna hér að neðan…
Toronto 99
Washington 93
Charlotte 81
Cleveland 111
Orlando 106
Atlanta 102
Memphis 89
New Jersey 100
Houston 89
Boston 85
Oklahoma City 87
Minnesota 129
Philadelphia 110
Milwaukee 105
New Orleans 90
Utah 116
Indiana 113
Phoenix 110
Miami 97
Denver 108
Detroit 83
Portland 84
LA Lakers 114
Golden State 106
ÞJ



