spot_img
HomeFréttirTeitur: Hefði viljað byrja á öðru liði en Grindavík

Teitur: Hefði viljað byrja á öðru liði en Grindavík

13:24
{mosimage}

(Teitur Örlygsson)

Frumraun Teits Örlygssonar utan Ljónagryfjunnar verður þreytt í kvöld þegar Teitur stýrir í fyrsta sinn Stjörnunni í Iceland Express deild karla. Grindvíkingar koma í heimsókn og bíður Stjörnumanna ærinn starfi en í leiknum hittast fyrir gömlu félagarnir Teitur og Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur. Teitur viðurkenndi í samtali við Karfan.is í dag að hann hefði vel verið til í að byrja á öðru liði en sjóðheitum Grindvíkingum.

Hvernig koma Stjörnumenn undan jólafríinu? Allir heilir?
Við komum ágætlega undirbúnir til leiks. Það hafa verið nokkur meiðsli en menn eru óðum að jafna sig sem er mikilvægt fyrir okkur þar sem við erum ekki með breiðan hóp.

Grindavík kemur í heimsókn í kvöld og þar mætir þú gamla liðsfélaga þínum Friðriki Ragnarssyni. Ertu með einhver töfrabrögð til að stöðva Grindavík?
Nei ég á engin töfrabrögð til að stöðva lærisveina Frikka. Hefði viljað byrja á öðru liði þar sem Grindavík er með besta liðið ásamt KR ef við lítum á töfluna eftir þessa 11 leiki. Þetta verður að sjálfsögðu erfitt, en á heimavelli og með góðri baráttu og liðsvinnu er allt mögulegt og þannig mætum við til leiks.

Nú er þetta í fyrsta sinn á þínum ferli sem þú stígur út fyrir Njarðvík, hvernig kannt þú við þig á svona framandi slóðum?
Þetta er allt annað en maður er vanur og mjög skemmtilegt. Var búinn að heyra þetta frá kollegum mínum sem hafa farið frá Njarðvík eitthvert annað að þjálfa eða spila og það voru engar ýkjur hjá þeim, þetta er mjög gaman. Reynslan eftir síðasta ár hjálpar mér mikið núna.

Máttu gefa upp markmiðin sem þú og lærisveinarnir hafið sett ykkur?
Það er ekkert leyndarmál að við viljum vinna sem flesta leiki, það kemur síðan í ljós hvernig það gengur og hvert það fleytir okkur.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -