15:31
{mosimage}
(Birgir Björn)
KFÍ hefur valið Birgi Björn Pétursson leikmann ársins 2008. Birgir hefur leikið með KFÍ frá unga aldri með smá hléi er hann lék með Þór Þorlákshöfn eitt tímabil.
Birgir er fæddur 24. janúar 1986 á Ísafirði. Hann er einn af burðarásum karlaliðs KFÍ og hefur bætt sig mikið sem leikmaður á síðustu 2 árum. Það hefur hann fyrst og fremst gert með miklum æfingum og áhuga fyrir íþrótt sinni.
Birgir æfir alla daga vikunnar yfir veturinn og síðasta sumar æfði hann einnig frjálsar íþróttir undir leiðsögn Jóns Oddssonar. Það hefur klárlega skilað sér í betri leik hjá honum á þessu tímabili. Birgir er reglusamur, og góð fyrirmynd fyrir yngri iðkendur félagsins, og er vel að þessari viðurkenningu kominn.
Mynd: Halldór Sveinbjörnsson
www.kfi.is



