21:19
{mosimage}
(Stjörnumenn fögnuðu vel í leikslok)
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld þar sem nokkuð óvænt úrslit litu dagsins ljós. Stjarnan lagði Grindavík í Ásgarði 90-88 og Skallagrímur vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeildinni er þeir lögðu nýliða Breiðabliks 73-58 .
Íslandsmeistarar Keflavíkur gerðu svo góða ferð Norður til Akureyrar þar sem þeir höfðu öruggan 76-93 sigur á heimamönnum í Þór.
Þá mættust topplið Hauka og Fjölnir í Iceland Express deild kvenna þar sem Haukar fóru með öruggan 33-81 útisigur af hólmi.



