9:00
{mosimage}
Spurning hvort Byrd verður í Slamballgírnum
Haukamenn ætla sér greinilega að ná toppsæti 1. deildar karla af Hamarsmönnum og tryggja sig þar með beint upp í Iceland Express deildina. George Byrd sem komið hefur víða við á Íslandi og leikið oft undir stjórn Péturs Ingvarssonar er mættur til landsins.
Byrd kom til landsins á gamlársdag og hefur æft með Haukum síðan. Hann sagði í samtali við karfan.is að verið væri að vinna í að fá leikheimild fyrir hann og farið væri að styttast í að það kæmist í gegn.
Það verður því fróðlegt að sjá hvort Byrd verður með Haukum sem taka á móti Hetti á sunnudag en það er einmitt fyrsti leikur Bayo Arigbon með Hetti. Einn samherja Arigbon líkti honum einmitt við Byrd, sagði að Arigbon væri minni útgáfan af Byrd.
Mynd: George Byrd



