spot_img
HomeFréttirStórleikur Pierce tryggði Boston sigur

Stórleikur Pierce tryggði Boston sigur

08:57:22
 Boston slapp fyrir horn í nótt þegar þeir lögðu Toronto að velli í annað sinn á tveimur dögum. Leikurinn fór í framlengingu, en það var frammistaða Paul Pierce, sem gerði 39 stig, sem gerði útslagið fyrir þá.

Það var enn meiri dramatík í loftinu í leik Oklahoma og New Jersey, en þeir síðarnefndu unnu sigur í framlengingu sem kom til með einkennilegum hætti. þegar tíminn var að renna út gaf Devin Harris á Vince Carter sem fékk opið skot og hitti, en um leið stökk þjálfarinn Lawrence Frank  víst út á gólf til að biðja um leikhlé þar sem honum fannst sóknin vera að renna út í sandinn.

Allt fór þó vel fyrir New Jersey á endanum, en Frank var ansi skömmustulegur í leikslok.

Þá má geta þess að Portland vann góðan sigur á lánlausu liði Chicago sem er nú loks komið með alla menn sína úr meiðslum.

Úrslit næturinnar hér að neðan…

Milwaukee 97
Washington 91

Toronto 109
Boston 115

Oklahoma City 99
New Jersey 103

New York 101
New Orleans 95

Portland 109
Chicago 95

Indiana 113
Utah 120

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -