spot_img
HomeFréttirBorgnesingar með kvennalið í undanúrslitum í annað sinn

Borgnesingar með kvennalið í undanúrslitum í annað sinn

11:23
{mosimage}

(Sigur Skallagríms var aldrei í hættu í gær)

Skallagrímskonur brutu blað í sögu körfuboltans í Borgarnesi í gærkvöldi er þær tryggðu sig inn í undanúrslitin í Subwaybikarkeppninni með öruggum 88-39 sigri á Heklu. Þetta er í annað sinn sem kvennalið Skallagríms nær inn í undanúrslit bikarkeppninnar en Skallagrímur leikur í 1. deild og mætir annað hvort Keflavík, Val eða KR í undanúrslitunum. Skallagrímur komst fyrst í undanúrslit 1998 en sat þá hjá í 8 liða úrslitum og komst því beint í undanúrslitin.

Mikill fjöldi lagði leið sína í Fjósið í gærkvöldi og var nokkuð um dýrðir þar sem Ingibjörg Hargrave lék listir sínar í hálfleik fyrir viðstadda en Ingibjörg var meðlimur í Íslandsmeistaraliði Skallagríms árið 1964. Af leiknum sjálfum er það að segja að Skallagrímur afgreiddi gesti sína strax í upphafi leiks en staðan var 25-8 fyrir Skallagrím eftir fyrsta leikhluta. Eftirleikurinn var auðveldur og lokatölur 88-39 eins og fyrr greinir.

Rósa Indriðadóttir fór á kostum í liði Skallagríms í gær með 32 stig og 11 fráköst en atkvæðamest í liði gestanna var Hekla Kristinsdóttir með 13 stig og 15 fráköst.

Tölfræði leiksins

Sigga Leifs tók meðfylgjandi myndir í gær.

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}
(Ingibjörg Hargrave sýnir gestum í Fjósinu hvernig þetta var gert hér á árum áður)

Fréttir
- Auglýsing -