spot_img
HomeFréttirNjarðvíkingar áfram í undanúrslit (Umfjöllun)

Njarðvíkingar áfram í undanúrslit (Umfjöllun)

{mosimage}
Njarðvíkingar voru síðasta liðið til að tryggja áfram tilverurétt sinn í bikarkeppninni þegar þeir sigruðu Hauka í gærkvöldi 77-62 í afar döprum leik. Njarðvíkingar virkuðu máttlausir en þeim til láns í þessum leik þá virkuðu Haukarnir jafn máttlausir og því höfðu heimamenn sigur en þó ekki fyrirhafnalaust.

Leikurinn hófst nokkuð hægt og lítið var um skor hjá báðum liðum. Njarðvíkingar höfðu svo sem tögl og frumkvæði í leiknum en aðeins 3 stig skildu liðin eftir fyrsta fjórðung.  Annar fjórðungur virtust heimamenn örlítið sprækari en lítið bar þess merki að um bikarleik væri að ræða og því flaut leikurinn áfram svona nokkurn veginn á „Cruise Control“ , eða svona eins og búið væri að ákveða hverjir færu áfram. Njarðvíkingar gerðu það sem þurfti og Haukarnir trúðu aldrei á það að þeir gætu haft sigur.  

{mosimage}

9 stig skildu liðin tvö í hálfleik og mátti jafnvel áætla að Njarðvíkingar myndu koma brjálaðir til leiks í seinni hálfleik og myndu klára dæmið í þriðja leikhluta þannig að sá fjórði yrði einskonar formsatriði. En þvert á móti voru það Haukarnir sem komu gríðarlega sterkir til þriðja fjórðungs og léku við hvurn sinn fingur. Sveinn Sveinsson fór þar fyrir sínum mönnum og skoraði auðveldar körfur þar sem vörn heimamanna virtist gersamlega flöt. Heimamönnum til happs þá var reyndar varnarleikur gestanna jafn slakur og fékk Magnús Þór Gunnarsson t.a.m svo opin skot að líkast til hefur hann ekki séð svona opin færi í upphitun sinni.   

Aðeins 3 stig skildu liðin fyrir síðasta fjórðung og mátti allt eins búast við hörku leik í fjórða fjórðung. En það sem vantaði hjá gestunum var trú á því að getað sigrað Njarðvík. Aldrei litu þeir út fyrir að vera með þá stemmningu og hörku sem vantaði. Það var ekki fyrr en um 3 mínútur voru eftir af leiknum að Njarðvík tók gott 9-0 run og voru þar með komnir í 12 stiga forskot á skömmum tíma. Þetta slökkti algerlega í öllum vonum Haukamanna og því Njarðvíkingar áfram í bikarnum.   

Hjá Njarðvík var Magnús Þór Gunnarsson stiga hæstur með 25 stig og tók þar af auki 8 fráköst. Næstur honum var Hjörtur H Einarsson með 18 stig. Sveinn Sveinsson var yfirburða maður hjá Haukunum með 20 stig og heilmikið efni í þeim pilt.  George Byrd sem Haukarnir fengu nýverið virkaði extra þungur  og komst upp með að setja aðeins 10 stig og hirða 9 fráköst sem er nú ekki mikið á þeim bænum.

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -