20:07
{mosimage}
(Þórunn Bjarnadóttir hefur átt fínar rispur fyrir Val í fyrri hálfleik)
Heil umferð í Iceland Express deild kvenna er nú í gangi og er búið að blása til hálfleiks í öllum leikjum. Mikil barátta er í Vesturbænum þar sem eigast við KR og Valur en þessi tvö lið berjast hart um fjórða og síðasta sætið inn í A hlutann áður en mótinu verður skipt upp. Það eru Hlíðarendakonur sem leiða í Vesturbænum 33-34. Signý Hermannsdóttir og Þórunn Bjarnadóttir eru stigahæstar í Val báðar með 11 stig en Sigrún Ámundadóttir er komin með 8 stig í liði KR.
Staðan í hálfleik í öðrum leikjum:
Keflavík 45-45 Hamar
Snæfell 32-14 Fjölnir
Haukar 46-25 Grindavík
Nánar síðar…



