08:54:49
Boston vann þriðja sigur sinn í röð í NBA-deildinni í nótt þar sem þeir lögðu New Jersey að velli. Á meðan töpuðu LA Lakers í spennandi leik gegn San Antonio Spurs og New Orleans vann Dallas.
Þrjú afar óvænt úrslit litu dagsins ljós í nótt þar sem fyrstan má telja sigur Oklahoma Thunder á Utah. Hinir ungu leikmenn Thunder hafa verið að finna sig æ betur að undanförnu, en þess má þó geta að Utah spilaði án margra lykilmanna.
Þá lagði Indiana Detroit og Philadelphia vann Portland.
Loks lagði Sacramento Golden State í æsispennandi leik sem réðist ekki fyrr en eftir 3 framlengingar.
Úrslit leikjanna eru hér að neðan…
Detroit 106
Indiana 110
Portland 79
Philadelphia 100
Chicago 102
Toronto 98
Washington 122
New York 128
New Jersey 86
Boston 118
Utah 93
Oklahoma City 114
Miami 102
Milwaukee 99
New Orleans 104
Dallas 97
LA Lakers 111
San Antonio 112
Atlanta 97
LA Clippers 80
Sacramento 135
Golden State 133
ÞJ



