14:00
{mosimage}
(Heimavöllur Francis Marion skólans)
Brynjar Þór Björnsson var í byrjunarliði Francis Marion háskólans í Bandaríkjunum í nótt þegar liðið lagði UNC Pembroke skólann 65-52 á heimavelli. Brynjar lék í 35 mínútur í leiknum og skoraði 8 stig fyrir Francis Marion.
Eitthvað er því að rofa til í baráttunni hjá Brynjari sem hefur verið lungann úr leiktíðinni að vinna í því að ná sér í byrjunarliðssæti. Auk stiganna 8 var Brynjar einnig með 5 stoðsendingar og 3 fráköst og þá stal Brynjar einum bolta. Nýting Brynjars var ekki sem best en hann setti niður 3 af 10 teigskotum sínum og 2 af 7 þriggja stigaskotum sínum en það kom ekki að sök þar sem Francis Marion hafði sigur að lokum.
Næsti leikur Brynjars með Francis Marion er á laugardag þegar liðið tekur á móti GCSU.



