20:39
{mosimage}
Grindvíkingar unnu öruggan sigur á Njarðvíkingum í kvöld á heimavelli, 113-85 í Iceland Express deild karla. Snæfellingar unnu öruggan heimasigur á Skallagrím 104-62. KR heldur áfram sigurgöngu sinni en þeir unnu Keflavík í Keflavík 88-97. Þá vann Breiðablik Þór frá Akureyri 87-81. Í 1. deild karla eru Hamarsmenn enn ósigraðir eftir 118-87 sigur á Ármenningum í Hveragerði og þá vann Þór í Þorlákshöfn Hauka 76-67 á heimavelli og setur það Hamarsmenn í góða stöðu á toppi deildarinnar. Brenton Birmingham var stigahæstur Grindvíkinga með 22 stig en Logi Gunnarsson var heitur hinu megin með 34 stig, hitti úr 12 af 17 skotum sínum utan af velli, þar af 7 af 11 fyrir utan þriggja stiga línuna.Sigurður Þorvaldsson var atkvæðamestur Snæfellinga með 20 stig en Hlynur Bæringsson tók 15 fráköst. Landon Quick skoraði 20 stig fyrir Skallagrím.
Fyrir Breiðablik skoraði Nemanja Sovic 18 stig en í liði Þórs var Konrad Tota atkvæðamestur með 26 stig.
Í Keflavík skoraði Jón Arnór Stefánsson 28 stig fyrir KR en Sigurður Þorsteinsson var atkvæðamestur heimamanna með 27 stig auk þess að taka 11 fráköst.
Marvin Valdimarsson var í ham líkt og áður í Hveragerði og skoraði 43 stig fyrir Hamar auk þess sem hann gaf 7 stoðsendingar. Í liði Ármanns var Gunnlaugur Elsuson atkvæðamestur með 28 stig.
Mark Woodhouse skoraði 26 stig fyrir Þór í Þorlákshöfn en tók auk þess 10 fráköst. George Byrd skoraði 18 stig og tók 16 fráköst fyrir Hauka.



