spot_img
HomeFréttirBoston vann fjórða í röð

Boston vann fjórða í röð

09:50:45
Boston er komið aftur á sigurbraut í NBA deildinni en þeir unnu New Jersey í nótt og hafa þannig unnið síðustu fjóra leiki sína. Þeur hafa að vísu komið gegn Toronto og New Jersey sem eru ekki hæst skrifuðu liðin í deildinni, en þeir telja engu að síður. Boston kláraði leikinn með ótrúlegum fyrri hálfleik þar sem ekki stóð steinn yfir steini hjá New Jersey, en stærstu stjörnur síðarnefnda liðsins, Devin Harris og Vince Carter, máttu sætta sig við bekkjarsetu lengst af í leiknum sökum slælegrar frammistöðu.

Á meðal annara úrslita í nótt má nefna sigur Orlando á Denver, en bæði liðin hafa verið að leika frábærlega í vetur, þá vann Charlotte Bobcats sinn þriðja sigur í röð þegar þeir lögðu Portland og loks má geta þess að LA Clippers unnu loks leik eftir 12 töp í röð þegar þeir lögðu Millwaukee.

Úrslit leikjanna má finna hér að neðan…

Boston 105
New Jersey 85

Portland 97
Charlotte 102

Philadelphia 107
New York 97

New Orleans 91
Detroit 85

Miami 86
Houston 93

San Antonio 92
Chicago 87

Utah 108
Dallas 115

Orlando 106
Denver 88

Milwaukee 92
LA Clippers 101

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -