20:42
{mosimage}
Leikjum kvöldsins er nú lokið. Keflavík sigraði ÍR í Seljaskólanum 81-96. Snæfell vann góðan sigur á Þórsurum á Akureyri 56-74 og í Borgarnesi vann FSu heimamenn í Skallagrím 63-77.
Þröstur Jóhannsson og Hörður Axel Vilhjálmsson skoruðu 21 stig hvor fyrir Keflavík, Jón Nordal Hafsteinsson skoraði 20 stig og tók 12 fráköst og Sigurður Þorsteinsson skoraði 19 stig og tók 17 fráköst. Ómar Sævarsson skoraði 23 stig fyrir ÍR og tók 13 fráköst.
Sævar Sigurmundsson var atkvæðamestur FSu manna með 22 stig en hjá heimamönnum í Skallagrím var Landon Quick atvkæðamestur með 16 stig.
Hlynur Bæringsson skoraði 20 stig fyrir Snæfell og nýji leikmaðurinn þeirra, Lucious Wagner skoraði 15. Hjá heimamönnum var Guðmundur Jónsson atkvæðamestur með 16 stig og þess má geta að þjálfari þeirra, Hrafn Kristjánsson var á skýrslu í kvöld sem leikmaður þó hann hafi ekki komið inná.



