spot_img
HomeFréttirSnæfell lagði Grindavík öðru sinni

Snæfell lagði Grindavík öðru sinni

20:46

{mosimage}

Keflavík sigraði Val í lokaumferð Iceland Express deildar kvenna í kvöld 74-80 í Vodafonehöllinni og fer því með 22 stig í A hluta deildarinnar sem hefst nú. Snæfell sigraði Grindavík í Grindavík 68-81 og hefur því unnið báða leiki liðanna í vetur. Bæði liðin munu leika í B hluta deildarinnar og fer Grindavík með 8 stig en Snæfell með 6. Haukastúlkur unnu að lokum Hamarsstúlkur 73-79 í Hveragerði.

Signý Hermannsdóttir átti teiginn í Vodafonehöllinni í kvöld, tók 27 fráköst en það dugði þó ekki til sigurs, hún var stigahæst Valsstúlkna með 18 stig. Birna Valgarðsdóttir skoraði 18 stig fyrir Keflavík en stigaskor þeirra dreifðist mjög jafnt.

Kristen Green var stigahæst Snæfellsstúlkna með 23 stig auk þess sem hún tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar og stal 7 boltum. Helga Hallgrímsdóttir var stigahæst heimastúlkna með 18 stig auk þess sem hún tók 10 fráköst.

LaKiste Barkus skoraði 36 stig fyrir Hamarsstúlkur í kvöld auk þess sem hún tók 12 fráköst en hinum megin var Slavica Dimovska stigahæst með 33 stig. Monika Knight, nýr leikmaður Hauka skoraði 13 stig í leiknum og gaf 5 stoðsendingar.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -