8:50
{mosimage}
Í Fréttablaðinu í dag má finna skemmtilegt viðtal sem Óskar Ófeigur Jónsson tók við þá feðga Val Ingimundarson og Val Orra Valsson. Í viðtalinu kemur þó fram ein villa sem vert er að leiðrétta.
Sú villa er að Valur Orri er ekki sá yngsti sem hefur leikið og skorað í Úrvalsdeild, sá heitir Eggert Daði Pálsson en hann var 14 ára og 118 daga þegar hann spilaði með Grindavík gegn Snæfell þann 3. mars árið 2000. Eggert lék í 7 mínútur og skoraði 3 stig.
Valur Orri var 14 ára og 218 daga þegar hann lék sinn fyrsta leik þann 9. janúar síðastliðinn og hann er eftir sem áður sá yngsti til að vera í byrjunarliði í úrvalsdeild.
Mynd: Skúli Sigurðsson



