14:59
{mosimage}
(Helena Sverrisdóttir)
Helena Sverrisdóttir og félagar í bandaríska háskólaliðinu TCU unnu í nótt nauman 81-78 útisigur á Wyoming skólanum. Helena fór á kostum í leiknum með 21 stig, 8 fráköst, 4 stoðsendingar og 1 stolinn bolta á þeim 30 mínútum sem hún lék í leiknum.
Sigurinn var sá fjórði hjá TCU í Mountain West deildinni og hefur liðið nú sigurhlutfallið 4-1 og er í 3. sæti á eftir Utah og New Mexico skólnum sem ekki hafa tapað leik í riðilinum til þessa. Sigur TCU var einnig sá fysti frá upphafi gegn Wyoming síðan TCU hóf keppni í Mountain West riðlinum. Þá var þetta einnig í fjórða sinn sem Helena gerir 20 stig eða meira í leik á tímabilinu.
Þá máttu Brynjar Björnsson og félagar í Francis Marion University sætta sig við ósigur gegn Augusta skólanum í nótt 75-54. Brynjar var í byrjunarliðinu en honum tókst ekki að skora í leiknum þar sem hann brenndi af öllum fjórum þriggjastiga skotum sínum.



