16:15
{mosimage}
(Sigurður Hjörleifsson)
Umboðsmaðurinn Sigurður Hjörleifsson á verulegra hagsmuna að gæta í undanúrslitaviðureign KR og Grindavíkur á morgun en fyrir þá sem ekki vita er leikstjórnandinn Jakob Örn sonur Sigurðar. Hér er því um ansi hlutdræga spá að ræða eða hvað?
KR-UMFG
Stefnir í svakalegan leik hérna. Örugglega pakkað hús með mikilli stemningu og frábærri umgjörð. Tvö mjög vel mönnuð lið sem hafa haft mikla yfirburði í vetur. KR sennilega með örlítið meiri breidd. Ef KR ingar ná upp sínum besta varnarleik verður erfitt fyrir Grindavík að ráða við þá þar sem þeir nýta hraða leikmanna eins og Jóns, Jason og Jakobs mjög vel í vel útfærðum hraðupphlaupum. EF KR ingar halda sig við að spila saman sem lið og nýta sér vel einstaklingshæfileika þessara þriggja leikmanna til að taka af skarið þegar við á þá verður þetta KR sigur.
Varðandi leik Grindavíkur þá verður áhugavert að sjá hvernig Bradford kemur inn í þetta í svona stórleik. Mikill karakter sem smitar út frá sér. Ef Páll Axel og Brenton hitta vel og Páll Kristins lendir ekki í villuvandræðum snemma þá getur sigurinn dottið þeim megin. KR væntanlega sterkari í bakvörðunum en Grindavík í framherjunum. En fyrst og fremst þá verður þetta vonandi veisla fyrir körfubolta áhangendur.
Sigurður lét hér staðar numið og rýnir síðar í hina þrjá undanúrslitaleikina.
{mosimage}



