spot_img
HomeFréttirBikarspá: Ágúst Sigurður Björgvinsson

Bikarspá: Ágúst Sigurður Björgvinsson

17:15
{mosimage}

(Ágúst Björgvinsson)

Landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna, Ágúst Sigurður Björgvinsson, er næstur  í spámannsröðinni fyrir undanúrslitin í Subwaybikarnum.

 

Laugardagur 24. jan: KR-UMFG kk

Leikirnir gerast varla stærri í vetur en KR-Grindavík í undanúrslitum í bikar. Flestir í hreyfingunni voru eflaust að vonast til þess að þessi lið myndu ekki mætast í undanúrslitum heldur í úrslitum. Þetta er leikur sem ég ætla alls ekki að missa af og ég efast um að það verði margir sannir körfuboltaáhugamenn sem missi af þessum leik. KR-ingar eru náttúrlega taplausir og eru á heimavelli og tel ég þá því vera sigurstranglegri. En þetta er bikar og Grindavík er með frábært lið og nú komnir með Nick Bradford svo þetta verður bara skemtilegur leikur.

Sunnudagur 25. jan: Stjarnan-Njarðvík kk

Ekki hefur gengið eins vel hjá þessum liðum eins og þau ætluðu sér í byrjun móts. En hér eru þau komin í undanúrslit í bikar og það lið sem kemst í höllina er búið að redda tímabilinu. Mér finst nánast ómurlegt að spá um úrslit í þessum leik. En þar sem Njarðvík vann síðustu viðureign liðana þá í Njarðvík held ég að Stjarnan rétt nái að kreista fram sigur og fara í bikarúrslit í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Keflavík-Valur kvk

Þessi tvö lið mættust í vikunni og var það hörku leikur. Signý Hermansdóttir var með monster þrennu (18 stig, 27 fráköst og 10 blokk) og margir leikmenn í Valsliðinu voru með góðan leik. Þrátt fyrir það náðu Keflavíkurstelpur að landa sigri 74-80. Það verður erfitt fyrir Val að sækja sigur í Keflavík en stelpunar í Val hafa bikarhefð með sér en þær þurfa allgjöran toppleik til að sigra Keflavík á þeirra eigin heimavelli.

Skallagrímur-KR kvk
Frábært fyrir Skallagrím að ná svo langt í bikarnum í ár, Skallagrímur til hamingju með það. En KR-liðið er alltof sterkt fyrir 1. deildarlið Skallagríms. Mesta spennan við þennan leik er að Borganessystunar (Guðrún og Sigrún Ámundadættur) fá að spila við sitt heimalið.

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -