07:00
{mosimage}
Haldið verður dómaranámskeið næstu helgi í Vodafone höllinni. Námskeiðið fer þannig fram að á laugardaginn verður farið yfir bóklega hlutann og á sunnudeginum er svo verklegi hlutinn tekinn. Þá er mót í 7.flokk drengja.
Dómarnefnd KKÍ skipuleggur námskeiðið ásamt Valsmönnum sem sjá um að útvega aðstöðu og eru eins og áður segir með fjölliðamót á sunnudeginum.
KKÍ hvetur alla sem hafa áhuga á að fá réttindi að skrá sig. Það er allra hagur að eiga góða dómara í hverju félagi þannig að umgjörð móta verður betri og svo geta þeir sem hafa áhuga skráð sig á niðurröðun leikja í eldri aldursflokkum.
Vinsamlegast sendið skráninguna á netfangið [email protected] og takið fram:
· Nafn
· Síma
· Heimilsfang
· Netfang
· Félag (ef eitthvað)



