10:00
{mosimage}
(Ari Gunnarsson)
Hamarskonur hafa leikið af krafti í vetur í Iceland Express deild kvenna en þær mega þó bíða um sinn eftir því að komast í Laugardalshöll. Karfan.is náði á Ara Gunnarsson þjálfara Hamars og fékk hann til þess að rýna í leiki helgarinnar og við byrjum á stórleik dagsins, viðureign KR og Grindavíkur í Vesturbænum í dag kl. 16:00.
KR-Grindavík.
Þessi leikur er án efa stórleikurinn í fjögur liða úrslitum karla og verður hörku leikur. KR er taplaust á þessu tímabili og er liðið sem allir vilja vinna en ég held að það sé ekki rétti tímin núna þannig að ég spái KR sigri í þessum hörku leik þeir eru klárlega best mannaða liðið á landinu með atvinnumenn í hverri stöðu.Og lið sem er með menn á borð við Jón Arnór, Jakob, Helga og Jason er illviðráðanlegt.
Grindavík er komið með frábæran erlendan leikmann Nick Bradford sem gerði það mjög gott í Keflavík hér um árið og með hann innanborðs eru möguleikar Grindavíkur töluverðir og svo hafa þeir besta mann deildarinnar hingað til að mínu mati Pál Axel sem er klárlega kominn í sama gæðaflokk og Jón Arnór.
Stjarnan-Njarðvík.
Þetta tel ég vera svona fyrir fram skemmtilegan leik, Teitur að mæta sínum gömlu félögum og þarna mætast klárleg þjálfarar sem voru tveir af okkar bestu leikmönnum fyrr og síðar. Ég þekki Val sem þjálfara og hann á eftir að hrista eitthvað gott fyrir sína menn fram úr ermini sem mun skila þeim sigri en þar er á ferð klárlega einn af okkar bestu þjálfurum.
Hjá Stjörnuni eru skemmtilegir leikmenn sem er gaman að horfa á leikmenn eins og Justin, Jovan og svo hafa þeir leikmann sem mér finnst hafa tekið miklum framförum á þessari leiktíð baráttujaxlinn Fannar Helgason hann hefur komið mér skemmtilega á óvart á þessari leiktíð.
Njarðvík er lið sem Valur þjálfari er að byggja upp og það er ekki að spyrja að því að ungir leikmenn sem alast upp í Njarðvík eru bara góðir strax eða allt að því svo eru þeir með efnilegasta leikmann landsins Val Orra Valsson sem á eftir að verða góður leikmaður í framtíðini og Íslands bjartasta von. En lykil leikmenn Njarðvíkur eru Logi, Maggi Gun og Friðrik Stef og verður gaman að sjá rimmu Frikka og Fannars í þessum leik.
Keflavík-Valur.
Ég held að Keflavík verði of stór biti fyrir Val mitt gamla félag þar sem Valshjartað slær alltaf með Val í öllum íþróttum 🙂
Jonni er að koma með Keflavíkurliðið upp á réttum tíma og góður kraftur í Keflavíkurliðinu um þessar mundir eins og mitt lið hefur fengið að finna fyrir. Keflavík er með góða leikmenn í sínum röðum Pálína, Birna og Svava sem hefur komið mér á óvart í vetur.
Valur er með besta miðherjan á Íslandi um þessar mundir, Signý er klárlega leikmaður sem öll lið vildu hafa í sínu liði.
Skallagrímur-KR.
Þetta er leikur sem ég ætla að reyna að komast á ,mitt gamla félag Skallagrímur er komið í fjögura liða úrslit í bikar sem gerist ekki á hverju ári í Borgarnesi og hefur Finnur félagi minn gert góða hluti með stelpurnar, ég hef mikla trú á honum sem þjálfara.
KR systurnar Sigrún og Guðrún eru að koma í Borgarnes á sinn heimavöll í Borgarnes og verður það gaman fyrir þær að spila á móti vinkonum sínum úr Borgarnesi sem þær ólust upp með. Ég held að KR vinni þennan leik með reynslu og breiðari hóp þó að ég voni að Skallagrímur vinni leikinn 🙂
Skallagrímur er með efnilegar stelpur sem eiga eftir að láta kveða að sér í framtíðini, leikmenn eins og Rósa Indriða dóttir Indriða Jósafatssonar sem er ein mesta þriggja stiga skytta sem ég hef séð á körfuboltavellinum. En ég tel að KR sé of stór biti fyrir Skallagrím því miður.
Áfram Skallagrímur 🙂



