12:00
{mosimage}
(Sigurður)
Sigurður Hjörleifsson varð sannspár með undanúrslitaviðureign Grindavíkur og KR sem KR vann í gær. Hér hefur hann skilað af sér leikjunum sem fram fara í dag og við skulum sjá hvort Sigurður verði sannspár með leiki dagsins.
Stjarnan-Njarðvík
Ef Justin Shouse spilar eins og hann best getur, Kjartan Kjartansson setur niður nokkra þrista og Fannar Helgason nær að frákasta vel þá sigrar Stjarnan. Jovan Zdravevski ætti líka að vera erfiður fyrir Njarðvík að stoppa. Ef Njarðvík á að eiga möguleika þá verða Logi og Magnús að vera sjóðheitir allan leikinn, ekki bara í skorpum. Spái að Stjarnan vinni.
Keflavík-Valur kvk
Leikstjórnendalaust Valslið á ekki mikla möguleika gegn fyrna sterkri bakvarðarsveit Keflavíkur. Sama þó Signý verði með þrennu eins og vanalega.
Skallagrímur-KR kvk
KR sigur í þessum leik á að vera borðleggjandi. Of mikill munur á milli þessara deilda. Þó virðist Skallagrímur vera að koma upp með efnilegt kvennalið sem vonandi á eftir að eflast á næstu árum.



