spot_img
HomeFréttirHeat vann Magic í grannaslag, Roy með stórleik fyrir Portland

Heat vann Magic í grannaslag, Roy með stórleik fyrir Portland

15:12:48
Orlando Magic tapaði sínum öðrum leik í röð í NBA deildinni þegar þeir máttu játa sig sigraða gegn grönnum sínum í Miami Heat í nótt. Dwayne Wade var að sjálfsögðu maðurinn á bak við sigur sinna manna, með 27 stig, en Orlando hafði fyrir þennan leik unnið síðustu 10 einvígi þessara liða.

Tap Orlando létti enn fremur þrýstingi á Cleveland Cavaliers á toppi Austurdeilarinnar, en þeir unnu góðan sigur á Utah í nótt þar sem LeBron James fór á kostum með 33 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar, hársbreidd frá þrennunni. Paul Millsap, sem hefur komið skemmtilega á óvart í fjarveru Carlos Boozer í vetur var með enn einn góðan leikinn, 24 stig og 15 fráköst, en það dugði ekki til sigurs.

Á meðan voru þeir Brandon Roy og Greg Oden að leiða Portland til sigurs gegn lánlausu liði Washington. Oden, sem hefur átt misjöfnu gegngi að fagna á sínu fyrsta tímabili, var með 18 stig og 14 fráköst og virðist vera að finna sig sífellt betur. Roy, sem hefur verið að festa sig í sessi sem einn frambærilegasti bakvörður deildarinnar, var með 22 stig, 5 fráköst, 7 stoðendingar og heila 10 stolna bolta í öruggum sigri á frekar slökum andstæðingi.

Úrslit næturinnar eru hér að neðan…

New York 110
Philadelphia 116

Orlando 97
Miami 103

New Jersey 99
Memphis 88

Sacramento 104
Milwaukee 106

Cleveland 102
Utah 97

Washington 87
Portland 100

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -